Að vakna á undan deginum…

Að vakna á undan deginum á meðan allir sofa
Að njóta kyrrðarinnar og fyrstu sólargeislanna. Hella upp á sterkt kaffi, smyrja brauð, lesa, skrifa, njóta.
Í gærkvöldi bakaði ég brauð sem ég hef ekki bakað í langan tíma, það var dásamlegt. Brauðið var borðað í kvöldmat með stóru salati.
  

Það er engin uppskrift af salatinu en í stórt fat fór:
Salat blanda 1/2 box

1 stór vorlaukur, sneiddur

kirsjuberja tómatar 1/2 box, skornir í tvennt

3 msk kjúklingbaunir, soðnar (t.d. úr krukku)

1/4 vatnsmelóna, skorin í bita

1/3 rautt chilli, skorið í sneiðar

3 lúkur bláber

3 msk feta ostur í kryddlegi, gott að hafa smá af olíunni með

1 lúka blandaðar hnetur og möndlur, ég set alla afganga af slíku í krukku og nota svo út á salöt, í bakstur, út í þeytinga

Að lokum dreypti ég dálitlu af ólívuolíu og smá balsamik yfir salatið og kryddaði með nýmöluðum svörtum pipar og sjávarsalti.
Ferskar kryddjurtir, kóríander og basilika, saxaðar og dreift yrif í lokin.

Við höfðum skál af bbq kartöfluflögum á borðinu og muldum þær yfir salatið þegar það var komið á diskana.
Uppskriftin af brauðinu er einfaldlega aftan á speltpokunum frá Sollu sem fást í Bónus. Ég geri tvöfalda uppskrift og aldrei nákvæmlega eins. Það má nota hvaða mjólk sem er, bara það sem þið eruð vön að nota og eigið í ísskápnum (léttmjólk, ab-mjólk, soyamjólk o.s.frv.) En þetta gerði ég núna:

Speltbrauð
10 dl spelt, fínt og gróft blandað saman

1 dl sesamfræ

1 dl kókosmjöl

6 tsk lyftiduft

1 tsk sjávarsalt

4 dl léttmjólk

4 dl sjóðandi vatn
Blandið þurrefnunum saman í stórri skál. 

Bætið mjólk og sjóðandi vatni saman við með sleif.

Hrærið eins lítið og þið getið. Rétt blandið deiginu saman. Þannig verður brauðið léttara.

Smyrjið eitt stórt brauðform (eða tvö lítil).

Hellið deiginu í formið og bakið við 200°c í 30-35 mín (25-30 mín ef tvö lítil form).

Skítblankur morgunmatur

20130801-100648.jpg

1. dagur mánaðarins
engin laun komin inn
eldhússkáparnir heldur tómlegir
þá er þarf að nota hugmyndaflugið og moða úr því sem til er

þessi dásemdar morgunmatur fæddist þannig

Amersískar pönnukökur í hollari kantinum

300 gr gróft spelt
1/2 tsk lyftiduft
1 msk ólífuolía
1 egg
3 dl mjólk

hrærið allt saman
mér fannst þetta of þunnt og bætti smá spelti út í
steikið á pönnu þar til loftbólur myndast í pönnsunni
snúið þá við og steikið á hinni hliðinni

20130801-101246.jpg
þetta ætti að duga í 10 pönnsur amk
ég gerði 20 litlar

ég raðaði bananasneiðum á milli (5 kökur í stafla fyrir mig)
og hellti smá agave sýrópi yfir

þið getið borðað þær með smjöri, bláberjum eða því sem er til
í þessu tilfelli einmana banana

20130801-103011.jpg

Hóffý átti rosalega gott te uppi í skáp
{það er eins með te og auðævi Hóffý mín, það er best að njóta þess með öðrum}

Tazo Chai -black tea-
svart og kryddað með sætum kanel, heitu engiferi, stjörnu anís og ilmandi kardimommu
það er töfrate
gott með heitri mjólk

Chai latte

2 dl vatn
2 pokar chai tea
2 dl mjólk
2 dl flóuð og freydd mjólk
smá sæta ef vill, ég notaði nokkur korn af kókospálmasykri

setjið vatn og te í pott, sjóðið
bætið mjólk út í
hitið að suðu og slökkvið undir

20130801-103029.jpg

flóið og freyðið 2 dl af mjólk

svo er bara að hella í bollana
1/2 bolli froðumjólk + 1/2 bolli te + sæta ef vill

20130801-102906.jpg

drekkið og njótið

Kjötbollu Muffins

20130730-195303.jpg
Í kvöld prufaði ég að nota muffins mót fyrir kjötbollur og það var snilld
einfalt, fljótlegt og gott

Þetta fór í bollurnar

400 gr nautahakk
1 egg
1/2 bolli hafragrjón
1/4 tsk cumin
1/4 tsk töfrakrydd
1 tsk Dijon sinnep
1 tsk paprika
1 tsk svartur pipar
1/2 tsk salt
1 hvítlauksgeiri kraminn
1/2 lítill laukur fínt saxaður
1 stilkur sellerí fínt saxað

20130730-195740.jpg
Það má alveg nota annað grænmeti en þetta passaði mjög vel

Allt hráefnið fór í stóra skál, blandað saman með höndunum, skipt í 6 Muffinsbollur og skellt í smurt mótið
Inn í 190 gráðu heitan ofn og bakað í ca 40 mínútur
látið kólna aðeins í mótinu, tekið úr og látið hvíla á pappír smá stund til að taka rakann
Smakkaðist vel með lambhagasalati, íssalati og melónu

20130730-195859.jpg
Þessar verða gerðar aftur til að eiga í frystinum og grípa með í nesti í vetur

Humar

Við fengum góða gesti í mat, þeir komu með humar með sér
{hornfirðingar á ferðinni}

20130720-193802.jpg
Sem ég fékk að elda… það var svo gaman að ég gleymdi næstum alveg að taka myndir. Svo var þetta svo gott að ég gleymdi aftur að taka myndir

Ég byrjaði á að kljúfa humarskottinn, það er best að gera það á meðan þau eru hálf frosin

20130720-194210.jpg

Svo er mjög gott að setja aðstoðarmanninn í að hreinsa görnina úr

20130720-194328.jpg

Það var ákveðið að gera tvenns konar uppskriftir, eina klassíska hvítlauks útgáfu til að vera alveg seif og aðra ekki svo klassíska sæta tamari útgáfu til að prufa eitthvað nýtt

Báðar útgáfur voru algjör dásemd

20130720-195121.jpg

Fyrir 4 má reikna með 10-12 stórum hölum á mann, við vorum með talsvert meira og kláruðum allt

Klassískur hvítlauks humar

200 gr smjör
1 hvítlaukur
Steinselja (ég notaði kóríander)
Salt
Pipar

Bræðið smjörið í potti, raspið hvítlauksrifin út í og kryddið með salti og pipar

Leggið humarinn á fat með kjöthliðina niður og hellið hvítlaukssmjörinu yfir, látið marinerast í 20-30 mínútur

Steikið humarinn á pönnu á háum hita í 2 mínútur á kjöthliðinni, snúið og steikið í 30 sekúndur á skelinni

Saxið steinselju (kóríander) og dreifið yfir humarinn þegar hann er tilbúinn

Skiljið 2-3 skott eftir á pönnunni og hellið rjóma út á til að gera sósu, smakkið til með salti og pipar og ef til vill smá dropa af humarkrafti

Ekki svo klassískur sætur tamari humar

1 dl tamarisósa
4 msk púðursykur
4 msk sesamolía
4 hvítlauksrif
2 stk rauður chili
2 cm engiferrót
Svartur Pipar

Setjið tamarisósuna og púðursykurinn í pott og hitið þar til sykurinn bráðnar

Takið af hitanum og bætið sesamolíu út í ásamt fínt söxuðum hvítlauk, chili og engiferrót, kryddið með nýmöluðum svörtum pipar

Hellið mareneringunni yfir humarinn og látið bíða í 20-30 mínútur

Grillið á vel heitu grilli á kjöthliðinni í ca 3 mínútur

Með þessum lúxus höfðum við bagettubrauð, ferskt salat og afganginn af tamari leginum
{ískalt hvítvín toppar þessa máltíð}

20130720-201346.jpg

Soðningur með smá nostri

Það er alveg nauðsynlegt að fá soðna ýsu annað slagið og um að gera að nostra við soðninginn.
Ég sýð ýsuna í pönnu, set smá smjörklípu hér og þar, lokið á og stilli helluna á meðal hita. Slekk svo undir þegar síður. Það er algjör óþarfi að setja vatn í pönnuna því það er svo mikið vatn í fiskinum.
Salta svo með góðu salti, t.d. Maldon þegar fiskurinn er borinn fram.

20130716-223103.jpg

Við vorum með nýar kartöflur frá Seljavöllum, gott rúgbrauð og smjör og grænmetið var íslenskir Piccolotómatar frá Friðheimum. Þeir eru sætir og bragðmiklir, algjört nammi.

20130716-223514.jpg

Eftir matinn gerðum við Saga hugmyndalista yfir skemmtilega hluti sem við getum gert í sumarfríinu, sumt er búið að gera, sumt er gert aftur og aftur og aftur…

20130716-223717.jpg

Pylsupasta ttk {tekið til í kæli}

Það var aftur komið að Sögu að ákveða hvað ætti að vera í matinn og hún vildi hafa pylsupasta með hvítri sósu

IMG_2458

Við áttum pylsur, pasta, rjómaost, rjóma, hvílauk, smjör… krydd

IMG_2448

IMG_2453

Við vorum 3 í mat og þetta fór í réttinn:

250 gr pasta

4 SS pylsur
250 ml rjómi
2 msk rjómaostur
1 msk smjör
2 hvítlauksrif
1 tsk grænmetiskraftur
1 tsk paprikuduft
1 tsk oregano
smá múskat

Pastað var soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum

Smjörið var sett á pönnuna og hvítlauksrifin kramin út í og látin krauma á meðan Saga skar pyslurnar í hæfilega bita

IMG_2450

Svo fóru pylsubitarnir á pönnuna og fengu að brúnast með hvítlauknum… ilmurinn er æði

IMG_2452

rjómanum og rjómaostinum bætt út í ásamt kryddunum, hrært saman og látið krauma á meðan pastað sýður

IMG_2454

smakkað til með salti og pipar og soðnu pastanu bætt á pönnuna í lokin

Flókið? -nei

Gott? -já, ótrúlega

við höfðum salat með

IMG_2457

og paramesan

IMG_2460

 

{Þetta þarf nefnilega ekki að vera flókið}

Bleikja og {fyrsta} símabloggið

Saga vill fá að ráða hvað er í matinn einu sinni í viku en hún hefur ekki munað eftir því lengi. Í dag valdi hún bleikju sem er uppáhalds maturinn hennar. Hún vildi hafa kartöflur {soðnar í potti} og salat {spínat, tómatar, gúrka og bláber}. Það kom bara ágætlega út og var rosa fallegt

20130709-210855.jpg

Bleikjan var keypt í Melabúðinni þar sem Vesturbæingum finnst skemmtilegast að versla.

Byrjið á að þerra flökin með eldhúspsppír, strjúkið allt slor vel af. Það er alveg óþarfi að beinhreinsa flökin því beinin eru svo mjúk að þú finnur ekki fyrir þeim eftir steikingu.

20130709-211331.jpg

Ég skar flökin í tvennt, velti upp úr hveiti, kryddaði með salti og pipar og steikti í smjöri á vel heitri pönnu. Fyrst á roðlausu hliðinni til að fá fallega gullinn lit og svo á roðhliðinni þar til roðið byrjar að poppast aðeins.

20130709-211804.jpg

Svo bætti ég smá smjöri á pönnuna og hafði það með. Balsamikedik og ólífuolía út á salatið fyrir þá sem vilja.

20130709-212505.jpg

Vel valinn matseðill hjá 7 að verða 8 ára

Ýsubitar með wasabi baunum

IMG_2380

Mér finnst mjög gaman að poppa mánudags ýsuna upp. Þessi uppskrift er í Heilsuréttum Hagkaupa og er aaalgjör snilld

Þú þarft 800 gr. af þorskhnökkum fyrir 4 {ég var með 500 gr af ýsubitum fyrir 2 og það kláraðist}

2 msk hunang {lífrænt}

safa úr 1/2 límónu {þessi hálfa var að þvælast fyrir í elhúsinu síðan í gær}

200 gr wasabi baunir {þær eru alls ekki sterkar þegar búið er að mala þær}

salt og pipar eftir smekk {já… ég gleymdi því víst alveg}

olíu til steikingar {ég nota kókosolíu frá Sollu}

Setjið olíu á pönnu og hitið vel. Malið wasabibaunir fínt í matvinnsluvél {þetta skapar ægilegan hávaða}, hrærið saman hunangi og límónusafa. Penslið fiskbitana með hunangsblöndunni og veltið svo upp úr wasabibaununum.

IMG_2376

IMG_2377

Steikið í 1 og 1/2 mínútu á hvorri hlið

IMG_2378

Wakame salat

200 gr tilbúið wakame salat {fæst tilbúið, frosið, í Hagkaupum, Melabúðinni og víðar}

100 gr sykurbaunir {ferskar og góðar í betri búðum þessa dagana}

3 msk sesamolía {þarna kemur Solla sterk inn aftur}

Smá salt eftir smekk {hehh, gleymdi því líka… ekki skrítið að ég sé með of lágan blóðþrýsting}

Skerið sykurbaunirnar í þunna strimla og blandið saman við wakamesalatið og hellið svo sesamolíunni yfir

IMG_2381

Berið fiskinn fram ofan á salatinu {með afgangnum af wasabi mulningnum ef einhver er} og njótið með ískaldri kók, vatnsglasi eða eins og dekurrófan ég

-með glasi af böbblí

-I do like mondays-

4th of juli burger {with Reykt Chili Bérnaise}

þegar ég áttaði mig á því að það var 4. júlí var ekki erfitt að ákveða hvað ætti að vera í matinn því hvað er Amerískara en hamborgari? Jú, kannski Grillaður Hamborgari? Með amerískri bbq sósu!

BBQ

BBQ

Þetta var tekið til fyrir herlegheitin:

500 gr. Ungnautahakk
200 gr. Rifinn ostur (ég notað poka af pizzaosti)
Maldon Salt
Svartur Pipar, nýmalaður
Olía til að pensla borgarana með

Hamborgarabrauð
Rauðlaukur
Tómatar
Iceberg salat
Amerísk Barbequ sósa {Santa Maria}

OG

Reykt Chili Bérnaise sósa frá Hrefnu Sætran -ef þið hafið ekki prufað nýju Ora sósurnar frá Hrefnu Sætran þá endilega drífið í því. Þær eru hver annari betri-

Svo var skundað á Fjólugötuna til tengdó {enda mikið betra og skemmtilegra að grilla þar heldur en heima}

Blandið saman hakkinu og ostinum, best er að gera þetta með hönudnum í stórri skál, og mótið svo 4 borgara úr blöndunni
Kryddið með salti og pipar og penslið með olíu
Grillið í ca 6 mínútur á hvorri hlið
Hitið brauðin líka í pínu stund  á grillinu ef þið viljið, passið að brenna ekki

IMG_0784

Sneiðið rauðlauk og tómata, rífið icebergið í passleg blöð

IMG_0785

Setjið saman; brauðbotn, Reykt Chili Bérnaise, rauðlaukur, buff, bbq sósa, tómatar, kál, Reykt Chili Bérnaise, brauðlok.

IMG_0788

Skolið niður með ískaldri kók, einum héluðum -eða eins og dekurskjóðan ég, með rauðvínsglasi og njótið

Kókosmarineraðar kjúklingabringur með hnetusósu og grilluðum kúrbít

20130707-221647.jpg

Þessi uppskrift hefur fylgt mér í mörg ár en hefur ekki oft ratað á matseðilinn. Meðlætið er ekki heilagt og grjónin voru bara til að það væri auðveldara að borða mikið af sósunni.

Saga bjó til salat úr spínati og ferskum jarðaberjum sem er mjög gott saman (bætið við mozzarella osti og balsamikediki og þið eruð komin með nammi)

Ottó Marvin frændi kom í mat, hann kláraði matinn sinn annað hvort af því að þetta var í lagi eða af því að hann er vel upp alinn 🙂

Kókosmarineraðar kjúklingabringur með hnetusósu

4 kjúklingabringur (eða 1 á mann)

Marinering

1 dós kókosmjólk
1 rauður chillipipar, saxaður
1 msk tamari sósa eða soya sósa
3 msk söxuð kóríander lauf
Safi úr 1/2 lime
1 tsk sítrónupipar

Blandið öllu saman í skál og leggið bringurnar ofan í, látið marinerast í 1-2 klst.
Takið bringurnar svo upp úr kryddleginum og strjúkið löginn af (geymið kryddlöginn)
Grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið (tekur 10 mín. á hvora á okkar grilli)

20130707-221817.jpg

Hnetusósa

Krydddlögurinn af bringunum
4 msk hnetusmjör
1 msk tamari eða soya sósa
2 dl rjómi

Setjið allt saman í pott og sjóðið saman

Grillaður kúrbítur

2 kúrbítar
2 hvítlauksgeirar, skornir í flísar
2 msk ólífuolía
1/2 stk rauðlaukur, saxaður
Salt og pipar

Kúrbíturinn er skorinn eftir endilöngu og skornir krossar ofan í kjötið, ekki í gegn
Hvítlauksflísunum troðið í krossana og allt penslað með olíu (ég hellti nú bara), lauknum stráð yfir, saltað og piprað
Grillað á grænu hliðinni þar til krossarnir opna sig og allt er orðið djúsí, þeir taka svipaðan tíma og bringurnar – virkar með öllum mat

20130707-222029.jpg

Hrísgrjón

1 bolli grjón
2 bollar vatn
Smá salt
Sejið allt saman í pott, lokið á kveikið undir á hæsta hita, fáið upp kröftuga suðu, slökkvið undir og græið kvöldmatinn á meðan grjónin bíða

20130707-222208.jpg
Þetta er diskurinn minn, það er kjúklingur þarna undir sósunni.

Þetta kemst á grillseðil sumarsins, það gerir líka 4. júlí hamborgarinn sem hefur ekki enn komist hingað á bloggið. Skelli honum inn á morgun {betra seint en aldrei}