Saga vill fá að ráða hvað er í matinn einu sinni í viku en hún hefur ekki munað eftir því lengi. Í dag valdi hún bleikju sem er uppáhalds maturinn hennar. Hún vildi hafa kartöflur {soðnar í potti} og salat {spínat, tómatar, gúrka og bláber}. Það kom bara ágætlega út og var rosa fallegt
Bleikjan var keypt í Melabúðinni þar sem Vesturbæingum finnst skemmtilegast að versla.
Byrjið á að þerra flökin með eldhúspsppír, strjúkið allt slor vel af. Það er alveg óþarfi að beinhreinsa flökin því beinin eru svo mjúk að þú finnur ekki fyrir þeim eftir steikingu.
Ég skar flökin í tvennt, velti upp úr hveiti, kryddaði með salti og pipar og steikti í smjöri á vel heitri pönnu. Fyrst á roðlausu hliðinni til að fá fallega gullinn lit og svo á roðhliðinni þar til roðið byrjar að poppast aðeins.
Svo bætti ég smá smjöri á pönnuna og hafði það með. Balsamikedik og ólífuolía út á salatið fyrir þá sem vilja.
Vel valinn matseðill hjá 7 að verða 8 ára
I love your site and your food.
Thank you Siggi 🙂