Bleikja og {fyrsta} símabloggið

Saga vill fá að ráða hvað er í matinn einu sinni í viku en hún hefur ekki munað eftir því lengi. Í dag valdi hún bleikju sem er uppáhalds maturinn hennar. Hún vildi hafa kartöflur {soðnar í potti} og salat {spínat, tómatar, gúrka og bláber}. Það kom bara ágætlega út og var rosa fallegt

20130709-210855.jpg

Bleikjan var keypt í Melabúðinni þar sem Vesturbæingum finnst skemmtilegast að versla.

Byrjið á að þerra flökin með eldhúspsppír, strjúkið allt slor vel af. Það er alveg óþarfi að beinhreinsa flökin því beinin eru svo mjúk að þú finnur ekki fyrir þeim eftir steikingu.

20130709-211331.jpg

Ég skar flökin í tvennt, velti upp úr hveiti, kryddaði með salti og pipar og steikti í smjöri á vel heitri pönnu. Fyrst á roðlausu hliðinni til að fá fallega gullinn lit og svo á roðhliðinni þar til roðið byrjar að poppast aðeins.

20130709-211804.jpg

Svo bætti ég smá smjöri á pönnuna og hafði það með. Balsamikedik og ólífuolía út á salatið fyrir þá sem vilja.

20130709-212505.jpg

Vel valinn matseðill hjá 7 að verða 8 ára

2 thoughts on “Bleikja og {fyrsta} símabloggið

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s