Linsubauna bolognese 

Það var mjög gott pasta í kvöldmatinn í gær, þetta fór í það:

1 tsk oregano, smá timían, 1 tsk pizzakrydd, chilly explosion, 1 tsk sjávarsalt og 1/4 tsk hvítur pipar. 

  
2-3 hvítlauksrif og 1 laukur, saxaðir og steiktir í ólífuolíu eða smjöri (eða bæði) við vægan hita í 5-10 mínútur. 

  
1 sæt kartafla afhýdd, skorin í frekar smá bita og bætt út á pönnuna. 

100 gr rauðar linsur, skolaðar og bætt á pönnuna ásamt 1 krukku af maukuðum tómötum, 1 krukku af tómatpúrru, 4 dl af kókosmjólk og einum grænmetisteningi. 

  
Látið malla í amk 30 mínútur en gjarnan lengur. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka, ekki verra að það sé heilhveiti. Skellið salati í skál, hitið hvítlauksbrauð eða annað gott brauð, borðið og njótið.