(Ekki hægeldað) Lambalæri

Eru allir hættir að henda lærinu í ofninn, steikja það á góðum hita og éta það ca tveimur tímum seinna?

Ekki ég. Mér finnst vel steikt lambalæri, eins og amma og mamma gerðu það, lang best. Ekkert vesen, bara krydda með salti og pipar, season all eða einhverju öðru grill kryddi, setja lærið í ofnpott með smá smjörklípu eða olíuslettu og inn í ofn. Á háan hita þangað til þú finnur góða steikingar lykt og lækka þá í 180 og láta lærið eiga sig þar í  einn og hálfan til tvo tíma. 

Ég nota gjarnan lamba krydd frá Pottagöldrum. Eða bæti smá rósmaríni á lærið. Hendi stundum lauk og gulrótum með smá vatni í pottinn og bý til sósu úr soðinu. 

En núna gerði ég pipar ostasósu. Hellti 1/2 ltr af rjóma í pott, skar rúmlega hálfan pipar ost út í, henti einum lamba teningi út í. Hitaði þetta saman, hrærði þar til osturinn var bráðnaður og lét sósuna svo malla á lægsta hita í nokkrar mínútur. 

Kartöflurnar sauð ég þar til mjúkar, penslaði svo ofnplötu með ólívuolíu, raðaði kartöflunum á plötuna, kramdi þær með glasi {þannig að þær litu út eins og þykkar smákökur} penslaði þær með olíu og kryddaði með sjávarsalti, svörtum pipar og rósmaríni. Bakaði þær svo í ofninum í 15-20 mínútur á 220. 

Með þessum herlegheitum var soðið grænmeti {brokkolí og maís} og rifsberjahlaup. 

Einfalt. Fljótlegt. Rosa gott! 

  

Amma mín

Amma mín á afmæli í dag, 93 ára. Ég settist niður við gamla borðstofuborðið hennar sem ég er svo heppin að hafa hjá mér, drakk kaffi úr gömlum sparibolla og skrifaði henni bréf. Hver elskar ekki að fá bréf? 

  

Dásamlega pirrað fólk

Fyrir nokkrum vikum fengum við Husky hvolp. Hann er að venjast búrinu sínu, hefur alltaf verið sáttur við búrið ef það er opið,  er farin að sofa þar og sættir sig við að vera lokaður í búrinu þegar við erum heima. Hann er mjög ósáttur við að vera skilinn eftir einn heima í búrinu en þarf að venjast því. 

Tvisvar hefur hann verið skilinn eftir einn heima í búrinu í smá tíma. Í fyrra skiptið fór ég í klippingu og í seinna skiptið (5 dögum seinna) fór ég í Krónuna. 

Þegar ég kom heim úr búðinni beið mín bréf á útihurðinni minni. 

  Þá vitum við að hundurinn minn spangólar og vælir ALLAN DAGINN þegar ég er ekki heima. 

Nema ég er búin að vera heima allan daginn síðan hundurinn kom. Fyrir utan einu sinni í ca 2 tíma og í morgun í ca 1 tíma. 

Og ég held að við meigum bara hafa eins hátt og við viljum heima hjá okkur á daginn. 

Við voffi fórum samt beint í heimsókn til pirraða starfsfólksins niðri og báðumst afsökunar, útskýrðum stöðuna og bentum á staðreyndir. Þá varð pirraða fólkið dáldið kjánalegt.