Grænmetis vika

Ég geri yfirleytt viku matseðil fyrir heimilið og versla inn einusinni eða tvisvar í viku. Með því að skipuleggja matseðilinn og innkaupin má spara nokkrar krónur og snúninga. Svo er gott að þurfa ekki alltaf að vera að hugsa um hvað á að vera í matinn í kvöld.

Frystikistan var tóm, ekkert kjöt frá pabba til lengur og enginn fiskur. Þá ákvað ég að nota tækifærið og elda grænmetisrétti í viku. Ég fór inn á eina af mínum uppáhalds bloggsíðum, oh my veggies, og náði mér í viku plan hér en þau setja inn nýtt plan fyrir hverja viku. Svo prentaði ég út innkaupalistann fyrir herlegheitin, hann er líka tibúinn hjá þeim. Athugaði hvað væri til í skápunum og bætti svo við því sem vantaði í nesti fyrir stelpurnar. þægilegra getur það ekki verið.

Með því að elda grænmetisrétti í heila viku lærir maður margt nýtt, þetta er ekkert flókið. Sumt af því sem var á vikulistanum fannst mér hreinleg of einfalt. {Er þetta uppskrift? Er þetta kvöldmatur? Hljómaði í hausnum á mér} En já, þetta var uppskriftin og þetta var í matinn. Ég bjóst við að það yrði erfitt að fá barnið á heimilinu til að smakka en það var ekkert mál. Þurfti ekki að ræða það. En þegar vikan var liðin var hún {og öll hin reyndar líka} ósköp ánægð með að fá kjúkkling… borinn framm með fullt af grænmeti.

Ég gleymdi alveg að taka myndir af þessu grænmetisævintýri.

Heimilislegir sunnudagar

Í gær fórum við á Kex og gerðum krakkajóga með Álfrúnu, en viðburðurinn er hluti af Heimilislegum sunnudögum á Kex. Það verður eitthvað í boði fyrir fjölskyldurnar að gera saman alla sunnudaga í vetur. Ég var að leita að upplýsingum um þetta á heimasíðu og facebook síðu Kex, en fann því miður ekkert. Vonandi verður bætt úr því.

Á meðan ég og Saga gerðum jóga, fengu Hóffý og Siggi sér kaffi á barnum. Þessi 17 ára vildi nefnilega koma með. Sem gerist ekki oft. En það er ekki sama hvert er verið að fara. Eftir jógatímann nutum við þess að slappa af með smá snarl í skemmtilegu og mjög barnvænu umhverfi á Kex {sem höfðar bæði til 17 ára og 9 ára}