Grænmetis vika

Ég geri yfirleytt viku matseðil fyrir heimilið og versla inn einusinni eða tvisvar í viku. Með því að skipuleggja matseðilinn og innkaupin má spara nokkrar krónur og snúninga. Svo er gott að þurfa ekki alltaf að vera að hugsa um hvað á að vera í matinn í kvöld.

Frystikistan var tóm, ekkert kjöt frá pabba til lengur og enginn fiskur. Þá ákvað ég að nota tækifærið og elda grænmetisrétti í viku. Ég fór inn á eina af mínum uppáhalds bloggsíðum, oh my veggies, og náði mér í viku plan hér en þau setja inn nýtt plan fyrir hverja viku. Svo prentaði ég út innkaupalistann fyrir herlegheitin, hann er líka tibúinn hjá þeim. Athugaði hvað væri til í skápunum og bætti svo við því sem vantaði í nesti fyrir stelpurnar. þægilegra getur það ekki verið.

Með því að elda grænmetisrétti í heila viku lærir maður margt nýtt, þetta er ekkert flókið. Sumt af því sem var á vikulistanum fannst mér hreinleg of einfalt. {Er þetta uppskrift? Er þetta kvöldmatur? Hljómaði í hausnum á mér} En já, þetta var uppskriftin og þetta var í matinn. Ég bjóst við að það yrði erfitt að fá barnið á heimilinu til að smakka en það var ekkert mál. Þurfti ekki að ræða það. En þegar vikan var liðin var hún {og öll hin reyndar líka} ósköp ánægð með að fá kjúkkling… borinn framm með fullt af grænmeti.

Ég gleymdi alveg að taka myndir af þessu grænmetisævintýri.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s