Spesíur

Mér finnst spesíur mjög góðar og af hverju ekki að eiga þær með kaffinu?

Ég skellti í eina uppskrift, notaði gróft spelt í staðinn fyrir venjulegt hveiti og það var sjúklega gott!

400 g smjör

500 g gróft spelt

150 g flórsykur

Súkkulaði dropar

  

Allt hnoðað saman, rúllað í lengjur og kælt. Það er alveg nóg að kæla í 30 mínútur en deigið geymist í plasti í ísskápnum í nokkra daga. Það er mjög þægilegt að græja deigið amk daginn áður en þú ætlar að baka. Þá er það svo fljótlegt. 
  
Svo þegar þú nennir að baka eru lengjurnar skornar í sneiðar, raðað á smurða plötu bakað við 200 gráður þar til kökurnar verða ljósbrúnar á jörðunum, tekur ca 5-7 mínútur. 

  
Kökurnar teknar af plötunni og fljótt settur súkkulaði dropi á miðju hverrar köku.