Heimilislegir sunnudagar

Í gær fórum við á Kex og gerðum krakkajóga með Álfrúnu, en viðburðurinn er hluti af Heimilislegum sunnudögum á Kex. Það verður eitthvað í boði fyrir fjölskyldurnar að gera saman alla sunnudaga í vetur. Ég var að leita að upplýsingum um þetta á heimasíðu og facebook síðu Kex, en fann því miður ekkert. Vonandi verður bætt úr því.

Á meðan ég og Saga gerðum jóga, fengu Hóffý og Siggi sér kaffi á barnum. Þessi 17 ára vildi nefnilega koma með. Sem gerist ekki oft. En það er ekki sama hvert er verið að fara. Eftir jógatímann nutum við þess að slappa af með smá snarl í skemmtilegu og mjög barnvænu umhverfi á Kex {sem höfðar bæði til 17 ára og 9 ára}