Soðningur með smá nostri

Það er alveg nauðsynlegt að fá soðna ýsu annað slagið og um að gera að nostra við soðninginn.
Ég sýð ýsuna í pönnu, set smá smjörklípu hér og þar, lokið á og stilli helluna á meðal hita. Slekk svo undir þegar síður. Það er algjör óþarfi að setja vatn í pönnuna því það er svo mikið vatn í fiskinum.
Salta svo með góðu salti, t.d. Maldon þegar fiskurinn er borinn fram.

20130716-223103.jpg

Við vorum með nýar kartöflur frá Seljavöllum, gott rúgbrauð og smjör og grænmetið var íslenskir Piccolotómatar frá Friðheimum. Þeir eru sætir og bragðmiklir, algjört nammi.

20130716-223514.jpg

Eftir matinn gerðum við Saga hugmyndalista yfir skemmtilega hluti sem við getum gert í sumarfríinu, sumt er búið að gera, sumt er gert aftur og aftur og aftur…

20130716-223717.jpg

Bleikja og {fyrsta} símabloggið

Saga vill fá að ráða hvað er í matinn einu sinni í viku en hún hefur ekki munað eftir því lengi. Í dag valdi hún bleikju sem er uppáhalds maturinn hennar. Hún vildi hafa kartöflur {soðnar í potti} og salat {spínat, tómatar, gúrka og bláber}. Það kom bara ágætlega út og var rosa fallegt

20130709-210855.jpg

Bleikjan var keypt í Melabúðinni þar sem Vesturbæingum finnst skemmtilegast að versla.

Byrjið á að þerra flökin með eldhúspsppír, strjúkið allt slor vel af. Það er alveg óþarfi að beinhreinsa flökin því beinin eru svo mjúk að þú finnur ekki fyrir þeim eftir steikingu.

20130709-211331.jpg

Ég skar flökin í tvennt, velti upp úr hveiti, kryddaði með salti og pipar og steikti í smjöri á vel heitri pönnu. Fyrst á roðlausu hliðinni til að fá fallega gullinn lit og svo á roðhliðinni þar til roðið byrjar að poppast aðeins.

20130709-211804.jpg

Svo bætti ég smá smjöri á pönnuna og hafði það með. Balsamikedik og ólífuolía út á salatið fyrir þá sem vilja.

20130709-212505.jpg

Vel valinn matseðill hjá 7 að verða 8 ára

Ýsubitar með wasabi baunum

IMG_2380

Mér finnst mjög gaman að poppa mánudags ýsuna upp. Þessi uppskrift er í Heilsuréttum Hagkaupa og er aaalgjör snilld

Þú þarft 800 gr. af þorskhnökkum fyrir 4 {ég var með 500 gr af ýsubitum fyrir 2 og það kláraðist}

2 msk hunang {lífrænt}

safa úr 1/2 límónu {þessi hálfa var að þvælast fyrir í elhúsinu síðan í gær}

200 gr wasabi baunir {þær eru alls ekki sterkar þegar búið er að mala þær}

salt og pipar eftir smekk {já… ég gleymdi því víst alveg}

olíu til steikingar {ég nota kókosolíu frá Sollu}

Setjið olíu á pönnu og hitið vel. Malið wasabibaunir fínt í matvinnsluvél {þetta skapar ægilegan hávaða}, hrærið saman hunangi og límónusafa. Penslið fiskbitana með hunangsblöndunni og veltið svo upp úr wasabibaununum.

IMG_2376

IMG_2377

Steikið í 1 og 1/2 mínútu á hvorri hlið

IMG_2378

Wakame salat

200 gr tilbúið wakame salat {fæst tilbúið, frosið, í Hagkaupum, Melabúðinni og víðar}

100 gr sykurbaunir {ferskar og góðar í betri búðum þessa dagana}

3 msk sesamolía {þarna kemur Solla sterk inn aftur}

Smá salt eftir smekk {hehh, gleymdi því líka… ekki skrítið að ég sé með of lágan blóðþrýsting}

Skerið sykurbaunirnar í þunna strimla og blandið saman við wakamesalatið og hellið svo sesamolíunni yfir

IMG_2381

Berið fiskinn fram ofan á salatinu {með afgangnum af wasabi mulningnum ef einhver er} og njótið með ískaldri kók, vatnsglasi eða eins og dekurrófan ég

-með glasi af böbblí

-I do like mondays-

Steiktur fiskur

Ég ætlaði að hafa steiktan fisk í raspi í kvöldmatinn og var búin að taka 2 ýsuflök úr frystinum. Þegar ég ætlaði að byrja að elda átti ég ekki hvorki egg né rasp. Þannig að klassískur fiskur í raspi var út úr myndinni en þetta gerði ég í staðinn:

20130701-211002.jpg

Steiktur fiskur {í kókos-karrýi}

600-800gr. ýsa eða þorskur, roðlaus og beinlaus
2 dl ólífuolía + 2 msk til steikingar
2 hvítlauksrif
1 msk karrý
1 tsk cumin
1 tsk Maldon Salt
Nýmalaður Svartur pipar
6 msk kókosmjöl
3 msk sesamfræ
1/2 sítróna, börkur og safi

1. Kremjið hvítlauksrifin út í ólífuolíuna og blandið cumin, karrý, salti og pipar saman við
2. Blandið saman sesamfræum og kókosmjöli á disk
3. Skerið fiskinn í hæfilega bita og veltið upp úr olíunni
4. Sláið fiskbitunum því næst í raspið
5. Steikið í 2 msk af ólífuolíu í 2 mín. á annari hlið við góðan hita, snúið við og steikið áfram í 5 mín. við meðal hita
6. Rífið börkinn af sítrónunni fínt yfir fiskinn og kreistið safann yfir

20130701-211025.jpg

Við borðuðum þetta með frönskum, kokteilsósu og einföldu fersku salati sem samanstóð af salatblöðum, gúrku og papriku

20130701-211038.jpg

20130701-211048.jpg

Þetta var mjög gott, meira að segja Saga var sátt 🙂