Ýsubitar með wasabi baunum

IMG_2380

Mér finnst mjög gaman að poppa mánudags ýsuna upp. Þessi uppskrift er í Heilsuréttum Hagkaupa og er aaalgjör snilld

Þú þarft 800 gr. af þorskhnökkum fyrir 4 {ég var með 500 gr af ýsubitum fyrir 2 og það kláraðist}

2 msk hunang {lífrænt}

safa úr 1/2 límónu {þessi hálfa var að þvælast fyrir í elhúsinu síðan í gær}

200 gr wasabi baunir {þær eru alls ekki sterkar þegar búið er að mala þær}

salt og pipar eftir smekk {já… ég gleymdi því víst alveg}

olíu til steikingar {ég nota kókosolíu frá Sollu}

Setjið olíu á pönnu og hitið vel. Malið wasabibaunir fínt í matvinnsluvél {þetta skapar ægilegan hávaða}, hrærið saman hunangi og límónusafa. Penslið fiskbitana með hunangsblöndunni og veltið svo upp úr wasabibaununum.

IMG_2376

IMG_2377

Steikið í 1 og 1/2 mínútu á hvorri hlið

IMG_2378

Wakame salat

200 gr tilbúið wakame salat {fæst tilbúið, frosið, í Hagkaupum, Melabúðinni og víðar}

100 gr sykurbaunir {ferskar og góðar í betri búðum þessa dagana}

3 msk sesamolía {þarna kemur Solla sterk inn aftur}

Smá salt eftir smekk {hehh, gleymdi því líka… ekki skrítið að ég sé með of lágan blóðþrýsting}

Skerið sykurbaunirnar í þunna strimla og blandið saman við wakamesalatið og hellið svo sesamolíunni yfir

IMG_2381

Berið fiskinn fram ofan á salatinu {með afgangnum af wasabi mulningnum ef einhver er} og njótið með ískaldri kók, vatnsglasi eða eins og dekurrófan ég

-með glasi af böbblí

-I do like mondays-

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s