þegar ég áttaði mig á því að það var 4. júlí var ekki erfitt að ákveða hvað ætti að vera í matinn því hvað er Amerískara en hamborgari? Jú, kannski Grillaður Hamborgari? Með amerískri bbq sósu!
Þetta var tekið til fyrir herlegheitin:
500 gr. Ungnautahakk
200 gr. Rifinn ostur (ég notað poka af pizzaosti)
Maldon Salt
Svartur Pipar, nýmalaður
Olía til að pensla borgarana með
Hamborgarabrauð
Rauðlaukur
Tómatar
Iceberg salat
Amerísk Barbequ sósa {Santa Maria}
OG
Reykt Chili Bérnaise sósa frá Hrefnu Sætran -ef þið hafið ekki prufað nýju Ora sósurnar frá Hrefnu Sætran þá endilega drífið í því. Þær eru hver annari betri-
Svo var skundað á Fjólugötuna til tengdó {enda mikið betra og skemmtilegra að grilla þar heldur en heima}
Blandið saman hakkinu og ostinum, best er að gera þetta með hönudnum í stórri skál, og mótið svo 4 borgara úr blöndunni
Kryddið með salti og pipar og penslið með olíu
Grillið í ca 6 mínútur á hvorri hlið
Hitið brauðin líka í pínu stund á grillinu ef þið viljið, passið að brenna ekki
Sneiðið rauðlauk og tómata, rífið icebergið í passleg blöð
Setjið saman; brauðbotn, Reykt Chili Bérnaise, rauðlaukur, buff, bbq sósa, tómatar, kál, Reykt Chili Bérnaise, brauðlok.
Skolið niður með ískaldri kók, einum héluðum -eða eins og dekurskjóðan ég, með rauðvínsglasi og njótið