Kókosmarineraðar kjúklingabringur með hnetusósu og grilluðum kúrbít

20130707-221647.jpg

Þessi uppskrift hefur fylgt mér í mörg ár en hefur ekki oft ratað á matseðilinn. Meðlætið er ekki heilagt og grjónin voru bara til að það væri auðveldara að borða mikið af sósunni.

Saga bjó til salat úr spínati og ferskum jarðaberjum sem er mjög gott saman (bætið við mozzarella osti og balsamikediki og þið eruð komin með nammi)

Ottó Marvin frændi kom í mat, hann kláraði matinn sinn annað hvort af því að þetta var í lagi eða af því að hann er vel upp alinn 🙂

Kókosmarineraðar kjúklingabringur með hnetusósu

4 kjúklingabringur (eða 1 á mann)

Marinering

1 dós kókosmjólk
1 rauður chillipipar, saxaður
1 msk tamari sósa eða soya sósa
3 msk söxuð kóríander lauf
Safi úr 1/2 lime
1 tsk sítrónupipar

Blandið öllu saman í skál og leggið bringurnar ofan í, látið marinerast í 1-2 klst.
Takið bringurnar svo upp úr kryddleginum og strjúkið löginn af (geymið kryddlöginn)
Grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið (tekur 10 mín. á hvora á okkar grilli)

20130707-221817.jpg

Hnetusósa

Krydddlögurinn af bringunum
4 msk hnetusmjör
1 msk tamari eða soya sósa
2 dl rjómi

Setjið allt saman í pott og sjóðið saman

Grillaður kúrbítur

2 kúrbítar
2 hvítlauksgeirar, skornir í flísar
2 msk ólífuolía
1/2 stk rauðlaukur, saxaður
Salt og pipar

Kúrbíturinn er skorinn eftir endilöngu og skornir krossar ofan í kjötið, ekki í gegn
Hvítlauksflísunum troðið í krossana og allt penslað með olíu (ég hellti nú bara), lauknum stráð yfir, saltað og piprað
Grillað á grænu hliðinni þar til krossarnir opna sig og allt er orðið djúsí, þeir taka svipaðan tíma og bringurnar – virkar með öllum mat

20130707-222029.jpg

Hrísgrjón

1 bolli grjón
2 bollar vatn
Smá salt
Sejið allt saman í pott, lokið á kveikið undir á hæsta hita, fáið upp kröftuga suðu, slökkvið undir og græið kvöldmatinn á meðan grjónin bíða

20130707-222208.jpg
Þetta er diskurinn minn, það er kjúklingur þarna undir sósunni.

Þetta kemst á grillseðil sumarsins, það gerir líka 4. júlí hamborgarinn sem hefur ekki enn komist hingað á bloggið. Skelli honum inn á morgun {betra seint en aldrei}

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s