Soðningur með smá nostri

Það er alveg nauðsynlegt að fá soðna ýsu annað slagið og um að gera að nostra við soðninginn.
Ég sýð ýsuna í pönnu, set smá smjörklípu hér og þar, lokið á og stilli helluna á meðal hita. Slekk svo undir þegar síður. Það er algjör óþarfi að setja vatn í pönnuna því það er svo mikið vatn í fiskinum.
Salta svo með góðu salti, t.d. Maldon þegar fiskurinn er borinn fram.

20130716-223103.jpg

Við vorum með nýar kartöflur frá Seljavöllum, gott rúgbrauð og smjör og grænmetið var íslenskir Piccolotómatar frá Friðheimum. Þeir eru sætir og bragðmiklir, algjört nammi.

20130716-223514.jpg

Eftir matinn gerðum við Saga hugmyndalista yfir skemmtilega hluti sem við getum gert í sumarfríinu, sumt er búið að gera, sumt er gert aftur og aftur og aftur…

20130716-223717.jpg

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s