Humar

Við fengum góða gesti í mat, þeir komu með humar með sér
{hornfirðingar á ferðinni}

20130720-193802.jpg
Sem ég fékk að elda… það var svo gaman að ég gleymdi næstum alveg að taka myndir. Svo var þetta svo gott að ég gleymdi aftur að taka myndir

Ég byrjaði á að kljúfa humarskottinn, það er best að gera það á meðan þau eru hálf frosin

20130720-194210.jpg

Svo er mjög gott að setja aðstoðarmanninn í að hreinsa görnina úr

20130720-194328.jpg

Það var ákveðið að gera tvenns konar uppskriftir, eina klassíska hvítlauks útgáfu til að vera alveg seif og aðra ekki svo klassíska sæta tamari útgáfu til að prufa eitthvað nýtt

Báðar útgáfur voru algjör dásemd

20130720-195121.jpg

Fyrir 4 má reikna með 10-12 stórum hölum á mann, við vorum með talsvert meira og kláruðum allt

Klassískur hvítlauks humar

200 gr smjör
1 hvítlaukur
Steinselja (ég notaði kóríander)
Salt
Pipar

Bræðið smjörið í potti, raspið hvítlauksrifin út í og kryddið með salti og pipar

Leggið humarinn á fat með kjöthliðina niður og hellið hvítlaukssmjörinu yfir, látið marinerast í 20-30 mínútur

Steikið humarinn á pönnu á háum hita í 2 mínútur á kjöthliðinni, snúið og steikið í 30 sekúndur á skelinni

Saxið steinselju (kóríander) og dreifið yfir humarinn þegar hann er tilbúinn

Skiljið 2-3 skott eftir á pönnunni og hellið rjóma út á til að gera sósu, smakkið til með salti og pipar og ef til vill smá dropa af humarkrafti

Ekki svo klassískur sætur tamari humar

1 dl tamarisósa
4 msk púðursykur
4 msk sesamolía
4 hvítlauksrif
2 stk rauður chili
2 cm engiferrót
Svartur Pipar

Setjið tamarisósuna og púðursykurinn í pott og hitið þar til sykurinn bráðnar

Takið af hitanum og bætið sesamolíu út í ásamt fínt söxuðum hvítlauk, chili og engiferrót, kryddið með nýmöluðum svörtum pipar

Hellið mareneringunni yfir humarinn og látið bíða í 20-30 mínútur

Grillið á vel heitu grilli á kjöthliðinni í ca 3 mínútur

Með þessum lúxus höfðum við bagettubrauð, ferskt salat og afganginn af tamari leginum
{ískalt hvítvín toppar þessa máltíð}

20130720-201346.jpg

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s