Í kvöld prufaði ég að nota muffins mót fyrir kjötbollur og það var snilld
einfalt, fljótlegt og gott
Þetta fór í bollurnar
400 gr nautahakk
1 egg
1/2 bolli hafragrjón
1/4 tsk cumin
1/4 tsk töfrakrydd
1 tsk Dijon sinnep
1 tsk paprika
1 tsk svartur pipar
1/2 tsk salt
1 hvítlauksgeiri kraminn
1/2 lítill laukur fínt saxaður
1 stilkur sellerí fínt saxað
Það má alveg nota annað grænmeti en þetta passaði mjög vel
Allt hráefnið fór í stóra skál, blandað saman með höndunum, skipt í 6 Muffinsbollur og skellt í smurt mótið
Inn í 190 gráðu heitan ofn og bakað í ca 40 mínútur
látið kólna aðeins í mótinu, tekið úr og látið hvíla á pappír smá stund til að taka rakann
Smakkaðist vel með lambhagasalati, íssalati og melónu
Þessar verða gerðar aftur til að eiga í frystinum og grípa með í nesti í vetur