Skítblankur morgunmatur

20130801-100648.jpg

1. dagur mánaðarins
engin laun komin inn
eldhússkáparnir heldur tómlegir
þá er þarf að nota hugmyndaflugið og moða úr því sem til er

þessi dásemdar morgunmatur fæddist þannig

Amersískar pönnukökur í hollari kantinum

300 gr gróft spelt
1/2 tsk lyftiduft
1 msk ólífuolía
1 egg
3 dl mjólk

hrærið allt saman
mér fannst þetta of þunnt og bætti smá spelti út í
steikið á pönnu þar til loftbólur myndast í pönnsunni
snúið þá við og steikið á hinni hliðinni

20130801-101246.jpg
þetta ætti að duga í 10 pönnsur amk
ég gerði 20 litlar

ég raðaði bananasneiðum á milli (5 kökur í stafla fyrir mig)
og hellti smá agave sýrópi yfir

þið getið borðað þær með smjöri, bláberjum eða því sem er til
í þessu tilfelli einmana banana

20130801-103011.jpg

Hóffý átti rosalega gott te uppi í skáp
{það er eins með te og auðævi Hóffý mín, það er best að njóta þess með öðrum}

Tazo Chai -black tea-
svart og kryddað með sætum kanel, heitu engiferi, stjörnu anís og ilmandi kardimommu
það er töfrate
gott með heitri mjólk

Chai latte

2 dl vatn
2 pokar chai tea
2 dl mjólk
2 dl flóuð og freydd mjólk
smá sæta ef vill, ég notaði nokkur korn af kókospálmasykri

setjið vatn og te í pott, sjóðið
bætið mjólk út í
hitið að suðu og slökkvið undir

20130801-103029.jpg

flóið og freyðið 2 dl af mjólk

svo er bara að hella í bollana
1/2 bolli froðumjólk + 1/2 bolli te + sæta ef vill

20130801-102906.jpg

drekkið og njótið

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s