Það var aftur komið að Sögu að ákveða hvað ætti að vera í matinn og hún vildi hafa pylsupasta með hvítri sósu
Við áttum pylsur, pasta, rjómaost, rjóma, hvílauk, smjör… krydd
Við vorum 3 í mat og þetta fór í réttinn:
250 gr pasta
4 SS pylsur
250 ml rjómi
2 msk rjómaostur
1 msk smjör
2 hvítlauksrif
1 tsk grænmetiskraftur
1 tsk paprikuduft
1 tsk oregano
smá múskat
Pastað var soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum
Smjörið var sett á pönnuna og hvítlauksrifin kramin út í og látin krauma á meðan Saga skar pyslurnar í hæfilega bita
Svo fóru pylsubitarnir á pönnuna og fengu að brúnast með hvítlauknum… ilmurinn er æði
rjómanum og rjómaostinum bætt út í ásamt kryddunum, hrært saman og látið krauma á meðan pastað sýður
smakkað til með salti og pipar og soðnu pastanu bætt á pönnuna í lokin
Flókið? -nei
Gott? -já, ótrúlega
við höfðum salat með
og paramesan
{Þetta þarf nefnilega ekki að vera flókið}