Ég ætlaði að hafa steiktan fisk í raspi í kvöldmatinn og var búin að taka 2 ýsuflök úr frystinum. Þegar ég ætlaði að byrja að elda átti ég ekki hvorki egg né rasp. Þannig að klassískur fiskur í raspi var út úr myndinni en þetta gerði ég í staðinn:
Steiktur fiskur {í kókos-karrýi}
600-800gr. ýsa eða þorskur, roðlaus og beinlaus
2 dl ólífuolía + 2 msk til steikingar
2 hvítlauksrif
1 msk karrý
1 tsk cumin
1 tsk Maldon Salt
Nýmalaður Svartur pipar
6 msk kókosmjöl
3 msk sesamfræ
1/2 sítróna, börkur og safi
1. Kremjið hvítlauksrifin út í ólífuolíuna og blandið cumin, karrý, salti og pipar saman við
2. Blandið saman sesamfræum og kókosmjöli á disk
3. Skerið fiskinn í hæfilega bita og veltið upp úr olíunni
4. Sláið fiskbitunum því næst í raspið
5. Steikið í 2 msk af ólífuolíu í 2 mín. á annari hlið við góðan hita, snúið við og steikið áfram í 5 mín. við meðal hita
6. Rífið börkinn af sítrónunni fínt yfir fiskinn og kreistið safann yfir
Við borðuðum þetta með frönskum, kokteilsósu og einföldu fersku salati sem samanstóð af salatblöðum, gúrku og papriku
Þetta var mjög gott, meira að segja Saga var sátt 🙂