Steiktur fiskur

Ég ætlaði að hafa steiktan fisk í raspi í kvöldmatinn og var búin að taka 2 ýsuflök úr frystinum. Þegar ég ætlaði að byrja að elda átti ég ekki hvorki egg né rasp. Þannig að klassískur fiskur í raspi var út úr myndinni en þetta gerði ég í staðinn:

20130701-211002.jpg

Steiktur fiskur {í kókos-karrýi}

600-800gr. ýsa eða þorskur, roðlaus og beinlaus
2 dl ólífuolía + 2 msk til steikingar
2 hvítlauksrif
1 msk karrý
1 tsk cumin
1 tsk Maldon Salt
Nýmalaður Svartur pipar
6 msk kókosmjöl
3 msk sesamfræ
1/2 sítróna, börkur og safi

1. Kremjið hvítlauksrifin út í ólífuolíuna og blandið cumin, karrý, salti og pipar saman við
2. Blandið saman sesamfræum og kókosmjöli á disk
3. Skerið fiskinn í hæfilega bita og veltið upp úr olíunni
4. Sláið fiskbitunum því næst í raspið
5. Steikið í 2 msk af ólífuolíu í 2 mín. á annari hlið við góðan hita, snúið við og steikið áfram í 5 mín. við meðal hita
6. Rífið börkinn af sítrónunni fínt yfir fiskinn og kreistið safann yfir

20130701-211025.jpg

Við borðuðum þetta með frönskum, kokteilsósu og einföldu fersku salati sem samanstóð af salatblöðum, gúrku og papriku

20130701-211038.jpg

20130701-211048.jpg

Þetta var mjög gott, meira að segja Saga var sátt 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s