Lambapottréttur

Við búum svo vel að eiga frystikistu sem er aldrei tóm, {næstum} fyrir töfra!

Pabbi minn gaf okkur kistuna með loforði um að vera duglegur að setja í hana og hefur svo sannarlega staðið við það. En með heilu og hálfu lambaskrokkunum sem hann færir okkur fylgir sá böggull skammrifi að finna upp á einhverju skemmtilegu að gera við allt súpukjötið.

Þetta var útkoman í kvöld

20130702-194040.jpg

Ég byrjaði á að setja smá olíu í pott og brúna kjötbitana með smá salti og vel af pipar, 1 tsk cumin, 1 tsk kóríander og 1 msk af paprikudufti.

20130702-194141.jpg

Á meðan týndi ég til lauk, 2 hvítlauksrif, sæta kartöflu, 1lárviðarlauf ( sem fór beint út í pottinn og brúnaðist með kjötinu), tómata í dós, rauðvínsedik, 1 tening af nautakrafti og annan af hænsnakrafti, papriku, cumin, kóríander, Maldon salt og svartan pipar.

20130702-194257.jpg

Ég saxaði sæta kartöflu, lauk og hvítlauk frekar gróft og skutlaði í pottinn með tómötunum úr dósinni + einni dós af vatni og 1/2 dl af rauðvínsediki. Einn teningur af nauta- og annar af hænsnakrafti fóru sömu leið. Að lokum fóru 2 rósmaríngreinar ofaní dásemdina en ég set afganga af ferskum kryddjurtum alltaf í plastpoka inn í frysti og nota svo í svona sull.

20130702-194423.jpg

Lokið á pottinn og allt látið malla þangað til þið nennið að borða, 1-2 klst er í góðu lagi en þarf ekki svo lengi.

20130702-194625.jpg

Tata! 🙂
Einfalt, hollt og rooosalega gott!